Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi bréf á læknateymið sem græddi á Guðmund Felix Grétarsson nýju handleggina og þakkaði þeim fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Guð­mundur Felix gekkst undir handleggjaágræðslu þann 13. janúar síðastliðinn en hann missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 þegar hann starfaði sem rafvirki. Aðgerðin var framkvæmt í Lyon í Fraklandi og er sögð einstök aðgerð í sögu læknavísindanna en þetta er í fyrsta sinn sem slík að­gerð er fram­kvæmd í heiminum.

Guðmundur Felix hefur verið duglegur að deila sögum af bataferlinu með fylgjendum sínum á Facebook. en í dag birti hann afrit af bréfinu sem forsetinn sendi á læknateymið.

Þar segir forsetinn að þjóðin öll hafi fylgst með bataferli Guðmundar Felix frá því að hann lenti í þessu hræðilega slysi í lok síðustu aldar. Öll þjóðin stæði í þakkarskuld við læknateymið sem hefði unnið mikið kraftaverk, sérstaklega í ljósi þess að allur heimurinn væri að kljást við heimsfaraldur.

Guðni sagði læknana hafa unnið sér inn virðingu íslensku þjóðarinnar.