Smit greindist hjá einum starfsmanni á leikskólanum Álftaborg í Safamýri í Reykjavík og hafa öll börn á leikskólanum verið send í sóttkví. Á leikskólanum eru 88 pláss. RÚV greinir frá.

Leikskólastjórinn sendi tölvupóst til foreldra í gær. Þar kom fram að öll börnin á leikskólanum hefði verið útsett fyrir smiti.

„Við höfum farið yfir stöðuna með rakningarteyminu og í ljósi aðstæðna fara öll börn og starfsmenn í sóttkví. Reglur um sóttkví frá rakningateymi má sjá hér fyrir neðan. Erfitt er að halda skólanum alveg hólfa skiptum þar sem aðlögun er að byrja og börnin eru að færast á milli deilda og við að taka inn ný börn“ segir í tölvupósti leikskólastjórans.

Börnin fara öll í sýnatöku á þriðjudaginn.