„Við höfum ekki kannað það enn­þá,“ segir Kjartan Hreinn Njáls­son, að­stoðar­maður Land­læknis, varðandi það hvort vitað sé að ein­hverjir Ís­lendingar sem dvalist hafi á hótelinu H10 Costa Adeje Palace á Tenerife að undan­förnu.

Hótelið er nú í sótt­kví eins og fram hefur komið vegna ítalsks manns sem þar var og greinst hefur með smit af COVID-19 kóróna­veirunni. Að minnsta kosti sjö Ís­lendingar sem er þar gestir eru nú inn­lyksa á hótelinu.

Staðan breytist hratt

Kjartan Hreinn segir málið hins vegar verða skoðað nánar í dag þegar betur hafi skýrst hver staðan sé. „Enn sem komið er hefur að­eins eitt smit verið stað­fest og þetta er ekki far­aldur og ekki á­stæða til að ætla að veiran fari að grassera á þessu svæði þótt þróunin hafi verið þannig að hlutirnir get­oi breyst hratt,“ segir hann..

Að sögn Kjartans Hreins er mikil­vægt að Ís­lendingar fylgi fyrir­mælum yfir­valda á Tenerife. „Það er ekkert annað að gera,“ segir að­stoðar­maður Land­læknis.

Minnst sjö Íslendingar eru staddir á H10 Costa Adeje Palace á þessari stundu.
Mynd/H10 Costa Adeje Palace
Ljóst er að gestir hótelsins fái ekki að nýta sér hótelgarðinn.
Mynd/H10 Costa Adeje Palace
Um þúsund manns eru nú í sóttkví á herbergjum sínum.
Mynd/H10 Costa Adeje Palace
Það er óskandi að gestirnir fái í það minnsta að fara út á svalir.
Mynd/H10 Costa Adeje Palace