Söng- og leik­konan Oliva Newton John er látin 73 ára að aldri. Eigin­maður hennar John Ea­sterling, segir hana hafa látist frið­sam­lega um­kringd vinum og fjöl­skyldu í morgun en Newton-John hefur barist við brjósta­krabba­mein síðustu þrjá­tíu árin.

Newton-John er þekktust fyrir leik sinn sem Sandy í kvik­myndinni Grea­se frá árinu 1978. Hún sló þó í gegn í nokkrum árum áður sem söng­kona með smelli eins og If Not for You, Let Me Be There og Have You N­e­ver been Mellow.

Lögin úr kvik­myndinni Grea­se urðu einnig gríðar­lega vin­sæl eins og Sum­mer Nights og You‘re the one I want.

Kvikmyndin Grease nýtur enn gríðarlega mikilla vinsælda
Fréttablaðið/Getty

Sam­kvæmt TMZ vildi tals­maður fjöl­skyldunnar ekki stað­festa hvort krabba­meinið hafði dregið hana til dauða en hún greindist fyrst árið 1992, aftur 2013 og síðan enn einu sinni 2017.