Á morgun ganga Norð­menn að kjör­borðinu og kjósa til Stór­þingsins. Kosning er þó hafin í Osló, Stafangri og á nokkrum fleiri stöðum en talið er að meira en einn þriðji kjós­enda sé þegar búinn að greiða at­kvæði.

Í að­draganda kosninganna hafa um­hverfis­mál verið ofar­lega á baugi. Noregur er gríðar­lega stór olíu­fram­leiðandi, sá stærsti í Vestur-Evrópu, og mengar eftir því. Eftir nýjustu skýrslu IPCC um lofts­lags­breytingar hafa um­hverfis­málin verið mikið til um­ræðu þar eins og víðast hvar annars staðar. Fram­tíð olíu­vinnslu og að­gerðir í lofts­lags­málum eru því mörgum kjós­endum hug­fangin.

Skoðana­kannanir benda til þess að banda­lag flokka undir stjórn Verka­manna­flokksins og Jonas Gahr Stor­e, beri sigur úr býtum sem myndi marka enda­lok átta ára valda­tíðar Hægri­flokksins og for­sætis­ráð­herrans Ernu Sol­berg. Hve margir flokkar komast inn á þing og hve marga flokka mun þurfa til að koma á starf­hæfri ríkis­stjórn er enn á huldu. Búist er við því að Stor­e verði næsti for­sætis­ráð­herra.

Erna Sol­berg verður ekki á­fram for­sætis­ráð­herra Noregs ef marka má skoðana­kannanir.

Minni flokkar hafa lagt mikla á­herslu á rót­tækari að­gerðir í lofts­lags­málum. Græningjar segjast einungis styðja þá ríkis­stjórn sem stöðvar alla olíu­leit tafar­laust. Allir flokkar hafa lofað því að draga úr olíu­vinnslu en mis mikið.

„Að draga saman seglin í iðnaði líkt og Sósíal­istar og Græningjar vilja er eins og að kasta fólki fyrir róða og kasta svo til þess björgunar­hringjum. Þetta er mikil á­hætta og öfug­snúin lofts­lags­stefna,“ sagði Stor­e við Dag­bladet.

Jonas Gahr Stor­e.
Fréttablaðið/EPA

Tor Egil Løvli vinnur við olíu­vinnslu í Noregi. Hann segir sig og starfs­bræður sína í olíu­iðnaðinum oft vera spurða hvort þeir skammist sín ekki fyrir að vinna í bransa sem mengi jafn mikið og raun ber vitni, með til­heyrandi á­hrifum á líf barna þeirra og barna­barna. Hann kallar þetta „olíuskömm.“

Í við­tali við danska ríkis­út­varpið DR sýndi Løvli bol sem hann var í sem á stóð „stoltur starfs­maður í olíu­iðnaði.“

Løvli skammast sín ekki fyrir starf sitt.
Mynd/DR

„Þeir sem gagn­rýna okkur muna margir hverjir ekki eftir því þegar Noregur var fá­tækt land. Norsk vel­ferð byggir á olíu og við erum nú leiðandi í um­hverfis­vænni olíu­vinnslu,“ segir hann. Þegar blaða­maður DR benti á að olía væri jarð­efna­elds­neyti og Noregur ætti hlut í út­blæstri gróður­húsa­loft­tegunda á heims­vísu var Løvli fljótur að svara.

„Heimurinn getur ekki starfað án olíu. Það er betra að við dælum henni upp með sem öruggustum hætti og skiljum hana ekki eftir fyrir þá sem hugsa minna um um­hverfið en við. Í stað þess að ræða hve­nær hætta eigi olíu­leit eigum við frekar að tala um hve­nær við getum hafið um­fangs­miklar rann­sóknir á því hvað getur komið í stað olíu,“ segir hann og bætir við að svörin komi ekki frá stjórn­mála­mönnum, þau komi frá vísinda­sam­fé­laginu. Slíkar rann­sóknir kosti peninga, peninga sem afla megi með olíu­vinnslu.