Ó­lína Kjer­úlf Þor­varðar­dóttir, þjóð­fræðingur, er ein þeirra sem brást við út­kalli og var meðal björgunar­manna á vett­vangi í Lang­jökli í nótt. Hún segir erfiða nótt að baki í ein­lægri færslu á Face­book, þar sem hún segir ljóst að sumir munu jafn­vel aldrei jafna sig.

Líkt og fram hefur komið var 39 manns bjargað af Lang­jökli í nótt eftir vél­sleða­ferð á jökulinn. Virgina Gal­vai var meðal ferða­manna í ferðinni, á­samt tveimur sonum sínum og hefur hún lýst að­stæðunum sem afar erfiðum. Ljóst er að að­stæður til leitar voru erfiðar líkt og Ó­lína lýsir sjálf.

„Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Blá­fells­hálsi og Lang­jökli. Nótt sem ein­kenndist af ótta og ugg um af­drif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í ó­upp­hituðum vélar­vana bíl, börn og full­orðnir, biðu björgunar í allan gær­dag og fram á nótt,“ skrifar Ó­lína.

Hún segir að veðrið hafi verið hreint út sagt ó­lýsan­legt og með ó­líkindum að björgunar­aðilum hafi skuli tekist að at­hafna sig á svæðinu.

„Þegar við úr björgunar­sveitinni Ingunni á Lauga­vatni komumst loks í skálann í Geldingar­felli - eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunar­sveitar­bílnum í ösku­byl og skipst á að ganga á undan honum lang­leiðina - settum við upp hjálpar­stöð í skálanum sem var fyrsti á­fanga­staður hópanna á langri og sein­farinni leið þeirra til byggða.“

Hún segir að fólkið hafi verið hrakið, hrætt og þreytt. Margir hafi verið með aug­ljós ein­kenni of­kælingar. Til allrar hamingju hafi verið hægt að færa það úr vos­klæðum og koma því í þurra kulda­galla og gefa heita drykki áður en lengra haldið. Ferða­lagið hafi verið sein­legt til baka.

„Ég þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannar­lega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka á­stæðu til. Þetta var sann­kölluð skelfingar­nótt en það vakti ein­hver verndar­hönd yfir að­gerðum á vett­vangi í gær.“