Menntamálaráðuneytið mótar nú stefnu fyrir samræmda próftöku til framtíðar og ólíklegt er að sú vinna verði búin í tæka tíð til að halda samræmd próf nú í vor. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.
Samkvæmt því sem Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið fór seinasta próftaka ekki eins og vonast var eftir. Hann segir verkefnið vera stórt og ólíklegt að það klárist á þessu vori.
Þorsteinn segist vona að prófað verði úr fleiri námsgreinum en áður í framtíðinni. Hann segir skólastjórnendur almennt ánægðir gagnvart vinnunni enda hafi ríkt óánægja með framkvæmd samræmdu prófanna.
Samræmdu prófunum var einnig frestað síðasta haust.