Mennta­mála­ráðu­neytið mótar nú stefnu fyrir sam­ræmda próf­töku til fram­tíðar og ó­lík­legt er að sú vinna verði búin í tæka tíð til að halda sam­ræmd próf nú í vor. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.

Sam­kvæmt því sem Þor­­steinn Sæ­berg, for­maður Skóla­­stjóra­­fé­lags Ís­lands, segir í sam­tali við Morgun­blaðið fór seinasta próf­taka ekki eins og vonast var eftir. Hann segir verk­efnið vera stórt og ó­lík­legt að það klárist á þessu vori.

Þor­steinn segist vona að prófað verði úr fleiri náms­greinum en áður í fram­tíðinni. Hann segir skóla­stjórn­endur al­mennt á­nægðir gagn­vart vinnunni enda hafi ríkt ó­á­nægja með fram­kvæmd sam­ræmdu prófanna.

Sam­ræmdu prófunum var einnig frestað síðasta haust.