Mat sér­fræðinga sem skoðuðu or­sök og af­leiðingu fimm til­kynninga um and­lát og fimm til­kynninga um veikindi í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19 hefur leitt í ljós að í fjórum af fimm til­kynningum sem varða dauðs­föll sé ó­lík­leg að bólu­setningin hafi leitt til and­láts en í einu til­felli eru tengslin flokkuð sem ó­lík­leg til mögu­leg.

Fram kemur í til­kynningu Lyfja­stofnunar um málið að niður­staðan kallar ekki á breytingu á nú­verandi fyrir­komu­lagi bólu­setninga gegn CO­VID-19 hér á landi.

Í til­kynningunni segir enn fremur að í þremur af fimm til­kynningum um auka­verkanir er það mat sér­fræðinga að ó­lík­legt til mögu­legt sé að veikindi megi rekja til bólu­setningar. Mögu­leg tengsl eru milli bólu­setningar og veikinda í einu til­felli. Í einu til­felli er lík­legt að tengsl séu milli bólu­setningar og veikinda.

Þá kemur fram að í nær öllum til­vikum var hægt að tengja and­lát eða blóð­tappa undir­liggjandi sjúk­dómi eða á­hættu­þáttum. Þau til­felli sem tekin voru til skoðunar af hálfu sér­fræðinganna tengjast þremur af fjórum bólu­efnum sem notuð eru hér á landi, það er Pfizer, Moderna og Astra Zene­ca.

Tengsl við veikindi lík­leg

Í einu til­felli eru tengsl milli auka­verkana og veikinda metin lík­leg. Í því til­felli er talið að ein­stak­lingur sem fékk bólu­efni Astra Zene­ca hafi fengið það sem kallast Vaccine induced throm­bo­cytopenia and throm­bosis (VITT).

Í til­kynningu Lyfja­stofnunar segir að veikindin séu afar sjald­gæf auka­verkun Astra Zene­ca og Jans­sen bólu­efna og er talin sjást hjá einum af um 100.000 bólu­settum. Eins og staðan er í dag hafa um 18 þúsund manns verið full­bólu­settir með bólu­efni Astra Zene­ca og tæp­leg 42 þúsund hafa fengið fyrri skammt. Rúm­lega 26 þúsund hafa verið bólu­settir með bólu­efni Jans­sen.

Undir til­kynninguna skrifa for­stjóri Lyfja­stofnunar, land­læknir og sótt­varna­læknir.

Eins og staðan er í dag hafa um 18 þúsund manns verið full­bólu­settir með bólu­efni Astra Zene­ca og tæp­leg 42 þúsund hafa fengið fyrri skammt. Rúm­lega 26 þúsund hafa verið bólu­settir með bólu­efni Jans­sen.
Fréttablaðið/Ernir

Var veittur ótakmarkaður aðgangur

Þann 18. maí fólu land­læknir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofnunar tveimur ó­háðum sér­fræðingum að rann­saka and­lát og myndun blóð­tappa sem til­kynnt hafa verið til Lyfja­stofnunar í kjöl­far bólu­setninga gegn CO­VID-19 sjúk­dómi. Alls voru 10 til­kynningar teknar til skoðunar. Annars vegar 5 til­kynningar er varða dauðs­föll og hins vegar 5 sem flokkast sem til­kynning um al­var­lega auka­verkun af bólu­setningu. Við val á til­fellum var horft til þess að ein­staklingar upp­fylltu eftir­talin skil­yrði:

  • Engir aug­ljósir á­hættu­þættir fyrir blóð­tappa
  • Yngri ein­staklingar frekar en eldri
  • Myndun blóð­tappa innan fjögurra vikna frá bólu­setningu

Við­komandi sér­fræðingum var veittur ó­tak­markaður að­gangur að sjúkra­gögnum allra þeirra ein­stak­linga sem eiga í hlut og voru þeir beðnir um að meta hvort or­saka­tengsl milli bólu­setningar og auka­verkunar voru lík­leg, mögu­leg eða ó­lík­leg.

Um er að ræða annað sinn sem ó­háðir sér­fræðingar eru fengnir til að rann­saka meint tengsl veikinda og bólu­setninga við CO­VID-19 sjúk­dómi. Þá voru tekin til skoðunar fjögur til­kynnt and­lát auk til­kynninga um veikindi eftir bólu­setningar.

Niður­staðan þá var að í fjórum af fimm til­vikum var ekki eða ó­lík­lega um or­saka­tengsl að ræða. Í einu til­viki var ekki hægt að úti­lokað tengsl með vissu þó lík­lega hefði and­látið verið af völdum undir­liggjandi á­stands.