Fram­burði brota­þola og vitna ber ekki saman í aðal­með­ferð í máli Árna Gils Hjalta­sonar sem fer nú fram í annað sinn í Héraðs­dómi Reykja­víkur.

Árni var sak­­felldur fyrir til­raun til mann­dráps í desember 2017 og dæmdur til fjögurra ára fangelsis­vistar en Hæsti­réttur vísaði málinu aftur heim í hérað og taldi málið ekki nægi­­lega vel rann­sakað. Ó­­sannað væri að or­­sök á­­verka brota­þola hefði orðið með þeim hætti sem haldið hafi verið fram í á­kæru. Máls­vörn á­kærða byggði meðal annars á þeim mögu­­leika að um slys eða sjálfs­vörn hafi verið að ræða.

Mjög ó­líkum frá­sögnum fer af á­tökum milli á­kærða og brota­þola og einnig um hvor þeirra kom með hníf til fundarins við Leifa­sjoppu.

Á­kærði Árni og brota­þolinn Aron Bjarni Stefáns­son gáfu báðir skýrslu við aðal­með­ferðina í morgun en lýsa at­burða­rásinni með mjög ó­líkum hætti. Á­kærði sagðist hafa komið á staðinn til að sækja vin­konu sína en hún hafi svo mætt á staðinn í fylgd þessa manns. Þau hafi bæði verið í annar­legu á­standi. Maðurinn hafi fljót­lega farið að ógna sér með hníf og byrjað að ota honum að sér.

„Ég þurfti að verja líf mitt,“ sagði Árni. Hann hafi þurft að yfir­buga manninn og honum hafi tekist að varpa hnífnum í burtu. Hann hafi ekki tekið eftir neinum á­verkum á manninum.

Segist ekki hafa komið með hníf til fundarins

Aron neitaði því við aðal­með­ferðina í morgun að hafa komið með hníf til fundarins og þver­tók fyrir að hafa veist að Árna að fyrra bragði. Hann sagðist heldur ekki hafa verið undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna þrátt fyrir að fram komi í lög­reglu­skýrslu sem unnin var strax í kjöl­farið að hann hafi virst greini­lega undir á­hrifum. Hann sagðist ekkert hafa þekkt Árna og aldrei hafa hitt hann. Vin­kona hans hafi óskað eftir því að hann kæmi með henni til að ræða við Árna, hún væri hrædd við hann.

Hann sagðist fyrst hafa séð hnífinn í hendi Árna eftir að hann fékk á­verkann. En hann hafði fallið við og snúið baki í Árna þegar hann fékk þungt högg á höfuðið. Þegar hann snéri sér við hafi hann séð hnífinn í hendi Árna.

Frá­sögn Arons er ekki í fullu sam­ræmi við fram­burð annarra vitna sem gefið hafa skýrslu við aðal­með­ferðina í morgun

„Hann sagði að hann hefði misst hnífinn og Árni náð honum“

Gest­komandi í íbúð sem brota­þoli var í bæði fyrir og eftir á­tökin lýsti því þegar brota­þoli kom í í­búðina eftir á­tökin. Hann hafi verið blóðugur á höfði og sagst hafa misst hnífinn, Árni hafi náð honum og stungið sig.

Ég sá að Aron var með hníf áður en hann fór út. Ég sá hann ekki vel þetta var stór hnífur í svona hulstri.

Annað vitni, hús­ráðandi í íbúð sem brota­þoli var gest­komandi hjá þegar hann hélt til fundarins við Árna bar um að hann hafi haft hnífinn heima hjá henni áður en hann fór með vin­konu sinni til fundar við Árna.

Hún var spurð hvort hún hafi séð hnífinn. „Ég sá Aron var með hníf áður en hann fór út,“ sagði vitnið og var hún beðin að lýsa hnífnum. „Ég sá hann ekki vel þetta var stór hnífur í svona hulstri.“

Hún hafi spurt Aron hvort hann ætlaði út með hnífinn og Aron hafi svarað því játandi. Hún hafi þá lýst því við­horfi að sér fyndist það ekki góð hug­mynd.

Hún var beðin að lýsa at­burða­rásinni eftir á­tökin. Hún sagðist hafa verið sofandi en verið vakin og fengið fregnir af á­tökunum. Hún hefði þá hringt í brota­þola sem kominn var upp á slysa­deild. Hún var spurð hvort brota­þoli hafi greint henni frá at­burðum.

Oddgeir Einarsson, lögmaður Árna Gils.
Fréttablaðið/Ernir

„Hann sagði að hnífurinn hefði dottið úr vasa hans og Árni tekið hann og ráðist á hann,“ sagði vitnið.

„Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona í Breið­holtinu“

Vitni sem sá at­burði úr glugga í ná­grenni Leifa­sjoppu bar einnig vitni en lýsti í upp­hafi skýrslu­gjafar að hann skildi ekki til hvers hann væri kallaður. „Það var konan sem varð vitni að þessu en ekki ég.“

Hann var beðinn að lýsa at­burðum eins og hann myndi þá.

„Konan kallaði á mig og sagði að það væru læti fyrir utan og ég sá mann hlaupa frá horninu á Leifa­sjoppu með tusku um hausinn og svo hvarf hann fyrir horn.“

Verjandi óskaði þá eftir að fá að bera undir hann fyrri skýrslu í málinu, þar sem hann bar um að hafa séð mann með hníf í hendi. Vitnið kvaðst ekki muna til þess að hafa séð mann með hníf.

Konan kallaði á mig og sagði að það væru læti fyrir utan og ég sá mann hlaupa frá horninu á Leifa­sjoppu með tusku um hausinn og svo hvarf hann fyrir horn.

„Þú varst spurður hvort hvort þú værir viss um viss um að þetta hefði verið hnífur en ekki slíður og þú sagðist þekkja muninn á hníf og slíðri.“ Vitnið bar þá fyrir sig að vera með ADHD og myndi þetta ekki.

Vitnið bar einnig að hafa séð fólk fyrir aftan Leifa­sjoppu. Að­spurður um hvort hann hefði heyrt eitt­hvað sagðist vitnið hafa heyrt kallað: „það var ekki ég sem kom með hnífinn,“ og svo kom maðurinn hlaupandi fyrir hornið og hvarf fyrir horn.

„Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona at­vik í Breið­holtinu,“ sagði vitnið undir lok sinnar skýrslu­töku.

Stóð þarna al­einn og öskraði út í loftið

Lög­reglu­kona sem kom á vett­vang í kjöl­far á­takanna gaf skýrslu fyrir dómi í dag sagði Árna hafa verið einan á bíla­stæðinu þegar lög­reglu bar að. Hann hefði verið mjög æstur og í annar­legu á­standi og öskrað út í loftið. Hann hafi sagt lög­reglu að hann hafi lent í á­tökum við annan mann þarna á vett­vangi.

Vitnið lét þess getið að stuttu áður hefði borist til­kynning um stolinn bíl og í ljós hafi komið að Árni var á bílnum sem til­kynntur hafði verið stolinn. Eig­andi bílsins og vin­kona Árna kom þarna að og sagði lög­reglunni að Árni hefði stungið mann stuttu áður. Hinn stungni væri kominn inn í íbúð í ná­grenninu.

Hún hafi lýst at­vikum þannig að brota­þoli hafi farið með henni út á bíla­planið þarna til að hitta Árna, því hún væri hrædd við hann þegar hann væri í svona annar­legu á­standi.

Þegar þau hefðu komið til fundarins hafi Árni verið inn í bíl og þeir tveir eitt­hvað farið að ræða saman. Árni hefði svo skyndi­lega komið út úr bílnum, dregið fram hníf og stungið Aron í höfuðið.

Nokkur vitni eiga enn eftir að gefa skýrslu við aðal­með­ferð málsins í dag og einnig á föstu­dag þegar aðal­með­ferð verður fram­haldið á föstu­daginn.