Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sækist eftir öðru sæti á lista í próf­kjöri flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi sem fram fer 10.-12. júní næst­komandi vegna komandi þing­kosninga. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Hann hefur verið þing­maður fyrir Suð­vestur­kjör­dæmi frá 2016 en var áður vara­þing­maður. Óli Björn hefur verið for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Al­þingis frá 2017 og hefur setið í at­vinnu­vega­nefnd og stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd.

Óli Björn hefur skrifað fjölda blaða­greina á síðustu árum um hug­mynda­fræði, þjóð­mál, við­skipti og efna­hags­mál, gefið út fimm bækur auk þess að halda úti hlað­varps­þættinum; Óli Björn – Alltaf til hægri.