Pétur Þor­steins­son, stofnandi Snar­rótarinnar – sam­taka um skaða­minnkun og mann­réttindi, mun ekki lengur vera með­limur í sam­tökunum eftir rúm­lega fimm­tíu ára starf.

„Það er heil­mikið til í því en mér hefur verið boðið að ganga í hana aftur,“ segir Pétur spurður um hvort hann hafi verið rekinn úr Snarrótinni.

Pétri var boðið að ganga aftur í sam­tökin rúmum fjórum tímum eftir að hann var rekinn en hann hefur ekki tekið á­kvörðun um hvort hann muni þiggja boðið, enda orðinn sjö­tíu og tveggja ára gamall.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins snérust deilurnar um aug­lýsingu Snar­rótarinnar sem inni­heldur meðal annars mynd af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála­ráð­herra. Í aug­lýsingunni situr Bjarni á bekk og ræðir við ungan dreng. Fyrir ofan þá stendur textinn: „eigum sam­talið.“

Pétur sagði deilurnar vissu­lega vera vegna aug­lýsingarinnar en sagði málið engu að síður vera „storm í vatns­glasi.“

Auglýsing umtalaða sem Pétur Þorsteinsson, stofnandi Snarrótarinnar var ósáttur með

Ber engin sárindi í garð stjórn Snarrótarinnar

„Mér líkaði ekki við þá aug­lýsingu það er ekkert leyndar­mál. En það eru skiptar skoðanir um hana. Margir eru mjög hrifnir af aug­lýsingunni og telja hana vel heppnaða. Það skiptir ekki máli hvort ég sé á annarri skoðun,“ segir Pétur sem ber ekki slæman hug til stjórnar Snar­rótarinnar.

„Það vottar ekki fyrir neinum sárindum eða ergelsi í garð stjórnar Snar­rótarinnar í mínum huga,“ segir Pétur.

„Í stjórn Snar­rótarinnar er mikið af­bragðs­fólk. Þetta er ungt fólk og mjög vel menntað. Það er ó­líkt mér að mörgu leyti enda önnur kyn­slóð. Það tók við Snar­rótinni þegar hún var búin að vera al­gjör­lega stein­dauð í tölu­vert langan tíma enda var ég hættur að geta sinnt henni vegna heilsu­brests,“ segir Pétur.

„Segðu sann­leikann og þú verður hvarvetna ó­vin­sæll“

Pétur segir málið í sjálfu sér vera pínu­lítið kúnstugt. „Ég á það til að vera dá­lítið hvass. Ég hef vanið mig á þann leiðin­lega ósið að vera á­kaf­lega hrein­skilinn. Það er til gamalt mál­tæki sem segir gakktu fyrir hvers manns dyr og segðu sann­leikann og þú verður hvarvetna ó­vin­sæll.“

„Þetta er náttúru­lega það sem gerðist ég taldi að ég hafði sann­leikann um þessa aug­lýsingu. Mitt mat á aug­lýsingunni væri rétt og þá er ég ekki að liggja á því og sagði það. Það særði innan Snar­rótarinnar og í ein­hverju sárinda-kasti sem ég get alveg skilið var mér skutlað út fyrir stundar­sakir. Ég held það hafi nú ekki liðið meira en ein­hverjir fjórir klukku­tímar þangað til mér var boðið að ganga aftur í fé­lagið,“ segir Pétur og segir málið storm í vatns­glasi.

Meðal þess sem fór í taugarnar á Pétri með aug­lýsinguna var að hún birtist á sau­tjánda júní, þeim degi sem sem Richard Nixon, for­seti Banda­ríkjanna, startaði fíkni­efna­stríðið form­lega árið 1971.

„Að birta mynd af Bjarna Ben, greini­lega að ræða við ein­hvern ung­lings­ræfill, undir fyrir­sögninni Tökum sam­talið. Þegar aðrar um­bóta­hreyfingar í heiminum voru að for­dæma fíkni­efna­stríðið. Mér fannst þetta ekki vel valið,“ segir Pétur. „Ég hefði viljað sjá þetta vera gert öðru­vísi og þannig varð þessi pirringur til um smá­at­riði