Sveitastjóri Fresnes í Frakklandi hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar föngum var hleypt Go-Kart bíla við tökur á raunveruleikasjónvarpsþættinum Koh-Lanta.
Þetta kemur fram á fréttavef BBC en myndband af kappakstri fanganna olli því að Éric Dupond-Moretti kallaði eftir að rannsókn yrði hafin á atburðunum.
„Hefði ég vitað að þeir væru að fara að keyra Go-Kart bíla hefði ég bannað það“ sagði Dupond-Moretti.
Moment d'engagement fraternel au bénéfice de 3 associations respectivement représentées par une sélection de personnes détenues, de membres du personnel et de jeunes Fresnois. Merci aux organisateurs et à Djibril DRAME. pic.twitter.com/C9r9gogEMJ
— Jimmy DELLISTE (@DellisteJ) July 27, 2022
Fangarnir sem margir sitja inni fyrir glæpi eins og nauðgun og morð afplóna dóma sína í Fresnes fangelsinu sem er næst stærsta fangelsi Frakklands.
Einn fangi hafði nýlega verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir ofbeldisglæpi. Atburðurinn sem fangarnir tóku þátt í innihélt meðal annars þrautabraut, reipitog, spurningakeppni og fleiri viðburði ásamt Go-Kart akstrinum.
Almenningur í Frakklandi og fjöldamargir ráðamenn hafa fordæmt það að fangar sem sitja inni fyrir svo alvarlega glæpi fái að taka þátt í atburðum sem þessum og hefur ríkisstjóri Fresnes legið undir þungum ásökunum.