Fyrr­verandi for­setinn Ólafur Ragnar Gríms­son gagn­rýnir bæjar­yfir­völd í Mos­fells­bæ fyrir van­rækslu vegna vatna­leysinga þar sem hann er vanur að fara í morgun­göngu­túr. Fyrst var greint frá á eirikurjonsson.is.

Í færslum sem for­setinn fyrr­verandi birti á Twitter má sjá hvernig göngu­leið Ólafs lítur út eftir rigningarnar. Ólafur lætur fylgja með gagn­rýni á bæjar­yfir­völd á ensku.

„Eftir nótt mikilla rigninga og ó­veðurs í fjöllunum er lækurinn fyrir utan húsið okkar allt í einu gríðar­stór,“ skrifar Ólafur á ensku. „Og jafn­vel enn kraft­meiri niður í móti. Og þverar göngustíginn! Eftir ára­tug af van­rækslu af hálfu bæjar­stjórnar: Er þetta niður­staðan!“