Ólafur Ragnar Gríms­son, fyrrverandi forseti Íslands, hefur deilt frétt á Twitter síðu sinni þar sem hann vekur athygli á samningi kín­versks byggingar­fyrir­tækis og stærsta títan­fram­leiðanda Rúss­lands í tengslum við þróunar­verk­efni á norður­skautinu.

Í færslu sinni segir Ólafur samninginn vera enn önnur stoð í efna­hags­sam­skiptum Rúss­lands og Kína á 21. öldinni.

Frá Twitter síðu Ólafs Ragnars.

Rúss­neska fyrir­tækið Rustitan og kín­verska fyrir­tækið China Communi­cations and Construction Company skrifuðu ný­lega undir samning varðandi þróun á Piz­hem­skoye títan námunni sem stað­sett er í Komi-héraðinu í norður­hluta Rúss­lands. Sam­starfið felur í sér vinnslu á námunni sjálfri sem og nokkur önnur stór­felld inn­viðar­verk­efni, þar á meðal víkkun á Indi­ga-djúp­sjávar­höfninni og byggingu á járn­brauta­lest milli Sosnogorsk og Indi­ga.

Kín­verska fyrir­tækið hefur tekið þátt í fjölda verk­efna í tengslum við kín­versku fjár­festingar- og fram­kvæmda­á­ætlunina Belti og braut en hefur líka verið harð­lega gagn­rýnt fyrir vafa­sama við­skipta­hætti.

China Communi­cations and Construction Company sá meðal annars um byggingar­fram­kvæmdir fyrir kín­verska herinn í Suður-Kína­hafi og hefur sætt refsi­að­gerða af hálfu banda­rískra yfir­valda í meira en ára­tug.

Fréttinni hefur verið breytt. Í fyrstu útgáfu stóð að Ólafur Ragnar fagnaði og lofaði samstarfinu. Það er ekki rétt. Hann var að vekja athygli á því. Breytt 7.2.2023 kl. 11:16.