Tón­listar­maðurinn Ólafur Arnalds hefur verið til­nefndur til Emmy verð­launa fyrir titillagið í þáttunum D­efending Jacob á App­le TV.

Til­nefningar fyrir 72. Emmy verð­launa­há­tíðina voru til­kynntar í dag en um er að ræða ein virtustu sjón­varps­verð­laun Banda­ríkjanna.

Ólafur greindi frá tilnefningunni á Twitter-síðu sinni rétt í þessu.

Ólafur Arnalds hefur áður verið til­nefndur til fjölda verð­launa á er­lendum vett­vangi. Hann var meðal annars til­nefndur til verð­launa bresku kvik­mynda- og sjón­varps­þátta­akademíunnar BAFTA fyrir tón­list sína í sjón­varps­þáttunum Broa­dchurch árið 2014.

Hann var svo til­nefndur til BRIT verð­launanna fyrir klassíska tón­list fyrir tón­listina sem hann samdi fyrir loka­seríu Broa­dchurch árið 2018.

Hildur Guðna­dóttir vann eftir­minni­lega til Emmy verð­launa í fyrra fyrir tón­listina í sjón­varps­þáttunum Cher­n­obyl.

Emmy verð­launa­há­tiðin í ár fer fram 20 septem­ber og verður sjón­varps­maðurinn Jimmy Kimmel kynnir há­tíðarinnar.