Veginum um Ólafs­fjarðar­múla á milli Ólafs­fjarðar og Dal­víkur hefur verið lokað vegna snjó­flóðs sem féll á veginn. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Starfs­menn Vega­gerðarinnar komu að snjó­flóðinu um kvöld­matar­leytið. Að­stæður verða metnar á morgun.

Þangað til verður vegurinn lokaður. Að því búnu verður tekin á­kvörðun um fram­haldið.

Við viljum vekja athygli á því að nú hefur veginum um ÓIafsfjarðarmúla, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, verið lokað...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Monday, 18 January 2021