Kyrrðar­stund var haldin í Ólafs­fjarðar­kirkju í kvöld klukkan átta. Þar var þeim sem eiga um sárt að binda vegna mann­dráps á Ólafs­firði í nótt, boðið að kveikja á kerti og ræða við annað hvort prest eða viðbragðsteymi frá Rauða krossinum.

Séra Stefanía Steins­dóttir, sóknar­prestur í Ólafs­fjarðar­kirkju, leiddi stundina og Ave Sillaots lék á ljúfa og fal­lega tóna á orgelið.

„Þetta er á­fall fyrir sam­fé­lagið. Það er ekkert launungar­mál,“ sagði Stefanía í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

„Sam­einumst í kyrrð og bæn, tökum hvert utan um annað, tendrum ljós og látum kær­leikann streyma til allra sem þurfa á því að halda nú um stundir,“ sagði í Face­book-færslu kirkjunnar fyrr í dag.