Einstaklingur var handtekinn á veitingastað í Árbænum rétt fyrir átta í gærkvöldi. Einstaklingurinn var töluvert vímaður og hafði verið til vandræða inni á veitingastaðnum. Hann var látinn gista í fangaklefa.

Tvær bifreiðar voru stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu um tíu í gærkvöldi, fyrst í Breiðholti og svo í hverfi 105, Ökumenn bifreiðanna eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og ökumaðurinn í Breiðholti reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.