Sam­tökin ’78, Trans Ís­land, Mann­réttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráð Reykja­víkur, auk hin­segin- og jafn­réttis­fé­laga innan Há­skóla Ís­lands hvetja ríkis­stjórnina til að inn­leiða lög um kyn­rænt sjálf­ræði í stjórnar­sátt­mála. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem birtist í Frétta­blaðinu í dag.

„Lög um kyn­rænt sjálf­ræði tóku gildi 2019 og frá árs­byrjun 2021 hefur staðið til boða hlut­laus kyn­skráning í þjóð­skrá. Það vantar þó upp á inn­leiðingu laganna með upp­færslu reglu­gerða svo að lögin hafi til­ætluð á­hrif og verði eitt­hvað meira en fögur orð á blaði. Enn er stofnunum og vinnu­stöðum af á­kveðinni stærð til dæmis meinað að gera salernis­að­stöðu sína kyn­hlut­lausa, því sam­kvæmt reglu­gerðum verða salerni að vera kyn­greind,“ segir í bréfinu.

Breytingar lengi í vinnslu en lítið áorkast

Frétta­blaðið hefur undan­farið fjallað tölu­vert um jafn­réttis­mál innan Há­skóla Ís­lands en hin­segin nem­endur skólans hafa mikið gagn­rýnt skort á kyn­hlut­lausum klósettum innan skólans.

Í bréfinu kemur fram að um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra hafi lengi verið með breytingar á reglu­gerð varðandi al­mennings­salerni í vinnslu en svo virðist sem fé­lags- og barna­mála­ráð­herra ætli lítið að gera varðandi reglur um vinnu­staði.

„Þá ber for­sætis­ráð­herra heildar­á­byrgð á inn­leiðingu laga um kyn­rænt sjálf­ræði sam­hliða jafn­réttis­málunum. Það er löngu orðið tíma­bært að upp­færa reglu­gerðir í sam­ræmi við breytta tíma og ný lög sem þegar gera ráð fyrir fleiri kynjum en kynjat­ví­hyggjan gerir.“

Kynrænt sjálfræði verði ávarpað í stjórnarsáttmála

Bréf­ritarar hvetja ríkis­stjórnina til að taka til­lit til þessa mála við stjórnar­myndunar­við­ræður.

„Um þessar mundir standa yfir ríkis­stjórnar­myndunar­við­ræður og vilja undir­rituð hvetja til þess að það verði á­varpað í stjórnar­sátt­mála að lög um kyn­rænt sjálf­ræði verði að fullu inn­leidd. Það skiptir máli að aukin réttinda­vernd skili sér í því sem mætir fólki á hverjum degi og hefur því um­fangs­mikil á­hrif á lífs­gæði.“

Þá segir að Reykja­víkur­borg, stúdenta­hreyfingin og hags­muna­sam­tök hin­segin fólks hafi beitt sér fyrir breytingu á þessum reglu­gerðum til að starfs­fólk, nem­endur og í­búar af öllum kynjum upp­lifi sig vel­komin innan há­skóla- og borgar­sam­fé­lagsins.

Verða fyrir örá­reitni og for­dómur

Í niðurlagi bréfsins segir:

„Ó­kyn­greind salerni eru mikil­væg rými fyrir breiðan hóp fólks, sem hefur kyn­tjáningu sem skarast á við sam­fé­lags­leg við­mið, hvort sem manneskjan er trans, inter­sex, kyn­segin eða sí­skynja. Hin­segin fólk með ó­dæmi­gerða kyn­tjáningu mætir mikilli hlið­vörslu í kynjuðum rýmum sem gera að­eins ráð fyrir kven­kyni og karl­kyni. Það birtist meðal annars í formi örá­reitni og for­dóma. Kynjuðu rýmin eru ó­örugg rými fyrir margt hin­segin fólk.“

Bréf­ritarar segja það vera sína ósk að boðið verði upp á ó­kyn­greind salerni og ættu þau ætíð að vera við­miðið. Undir bréfið rita Q - fé­lag hin­segin stúdenta, Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands, Jafn­réttis­nefnd Há­skóla Ís­lands, Femín­ista­fé­lag Há­skóla Ís­lands, Mann­réttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráð Reykja­víkur, Sam­tökin ’78 og Trans Ís­land.