„Það er löngu kominn tími til að okur­lánarar hætti að níðast á við­kvæmu og fá­tæku fólki,“ segir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ í pistli sem hún hefur sent frá sér.

Drífa fjallar í pistlinunum um fyrir­tækið BPO inn­heimtu sem keypti kröfu­söfn smá­lána­fyrir­tækja og sendi greiðslu­seðla í heima­banka fólks með ein­daga sam­dægurs.

„Ein­hverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endur­nýjun líf­daga. Í því sam­bandi er rétt að minna á að þeir okur­vextir sem smá­lána­fyrir­tæki lögðu á lán til ein­stak­linga reyndust ó­lög­mætir,“ skrifar Drífa og segir það vera skýra kröfu „að fjár­mála­eftir­litið fari að ein­beita sér að glæp­sam­legum at­höfnum þessara fyrir­tækja“.

Einnig nefnir Drífa að Neyt­enda­sam­tökin hafi bent á að dæmi séu um að kröfur sem BPO hafi sent fólki hafi hækkað mikið, jafn­vel tvö­faldast.

„Þvert á gefin fyrir­heit sé ekki ein­göngu send krafa fyrir höfuð­stóli lána, heldur einnig lán­töku­kostnaði, inn­heimtu­kostnaði og vöxtum,“ lýsir for­seti ASÍ sem kveður sam­bandið styðja Neyt­enda­sam­tökin í sinni bar­áttu.