Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu sem enn keyra um á nagladekkjum verða ekki sektaðir í þessari viku. Þetta kemur fram í Facebook færslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Langtíma veðurspár og sú staðreynd að suðvesturhornið er eitt atvinnusvæði eru meðal ástæðna sem lögregla gefur upp. Auk þess sé talsvert annríki á dekkjaverkstæðum.
Að sögn lögreglu verður staðan þó endurmetin í næstu viku.
Lögregla segir langtíma veðurspár og annríki á dekkjaverstæðum ástæðu þess að ökumenn á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu verði ekki sektaðir í þessari viku.
Fréttablaðið/Ernir
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir