Öku­menn á höfuð­­borgar­­svæðinu sem enn keyra um á nagla­dekkjum verða ekki sektaðir í þessari viku. Þetta kemur fram í Face­book færslu Lög­­reglunnar á Höfuð­­borgar­­svæðinu.
Lang­­tíma veður­­spár og sú stað­reynd að suð­vestur­hornið er eitt at­vinnu­­svæði eru meðal á­­stæðna sem lög­regla gefur upp. Auk þess sé tals­vert ann­­ríki á dekkja­­verk­­stæðum.
Að sögn lög­reglu verður staðan þó endur­metin í næstu viku.