Einn er látinn og níu eru mikið slasaðir eftir að 29 ára karl­maður ók bif­reið sinni á hóp fólks í mið­borg Ber­línar í Þýska­landi í morgun. Þýska blaðið Bild hefur eftir heimildar­manni sínum að allt bendi til þess að um vilja­verk hafi verið að ræða.

At­vikið átti sér stað við Tauentzi­ens­traus­se, fjöl­menna verslunar­götu í mið­borginni, og er talið að á þriðja tug hafi slasast. Eftir að hafa ekið eftir gang­stéttinni á miklum hraða ók hann bif­reið sinni inn í ilm­vatns­verslun þar sem hún stað­næmdist.

Maðurinn reyndi að hlaupa af vett­vangi eftir at­vikið en var hand­samaður af veg­far­endum í borginni.

Mynd­band af því þegar maðurinn var leiddur inn í lög­reglu­bíl hefur verið birt í þýskum fjöl­miðlum. Bild segir frá því að maðurinn sé bú­settur í Ber­lín, af armenskum upp­runa og hafi komið við sögu lög­reglu áður vegna „skemmdar­verka“.

Í frétt Welt kemur fram að 51 árs kona, sem starfaði sem kennari, hafi látist þegar maðurinn ók bif­reið sinni á hana. Hún var í mið­borginni á­samt hópi nem­enda sinna og eru nokkrir þeirra sagðir hafa slasast. Annar kennari sem fylgdi sama hópi er sagður hafa slasast al­var­lega.