Reið­hjól og raf­hlaupa­hjól skullu saman í undir­göngum um sex­leytið í gær­kvöldi með þeim af­leiðingum að reið­hjóla­maðurinn slasaðist og var fluttur með sjúkra­bíl á bráða­mót­töku. Öku­maður raf­hlaupa­hjólsins lét sig hverfa af vett­vangi. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Lög­reglan hafði af­skipti af fimm öku­mönnum sem grunaðir voru um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna. Þá þurfti að færa einn bíl sem var lagður á var­huga­verðan hátt og skapaði hættu fyrir um­ferð. Ekki náðist í eig­anda bílsins en hann reyndist ó­tryggður og án skráningar­merkja.

Einn var fluttur á bráða­mót­töku eftir á­rekstur þriggja bíla skömmu eftir klukkan sex í gær­kvöldi. Sá særði kvartaði undan verkjum en ekki kemur meira fram um líðan hans.

Klukkan hálf tíu barst lög­reglunni til­kynning um ein­stak­ling sem veittist að öðrum utan­dyra. Á­rása­r­aðilinn komst undan tíma­bundið en var hand­tekinn skammt frá vett­vangi og var vistaður í fanga­klefa. Á­rásar­þoli þurfti á bráða­mót­töku. Annar ein­stak­lingur var vistaður í fanga­klefa um tvö­leytið í nótt fyrir líkams­á­rás í Kópa­vogi.

Til­kynnt var um rúðu­brot í fjöl­býlis­húsi skömmu fyrir klukkan tíu í gær­kvöldi. Klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur var til­kynnt um rúðu­brot og hugsan­legt inn­brot í fyrir­tæki og þegar klukkan var að ganga fimm barst til­kynning um inn­brot í fyrir­tæki þar sem búið var að eiga við og stela úr peninga­kassa.