Alvarleg bílvelta átti sér stað við Hvalfjarðargöngin í kringum hálf átta í kvöld. Sjónarvottur segir að ökumaðurinn, sem var á flótta undan lögreglu, hafi lent í árekstri sem orsakaði það að bíllinn flaug upp í loftið og kastaðist ökumaður bílsins í kringum 10 metra frá slysstað.

Eiginmaður sjónarvottarins lýsti atvikum fyrir fréttablaðinu.

„Konan mín var á leiðinni úr bænum í strætisvagni en hún er eins og allir sem voru í rútunni upp á spítalanum á Akranesi að fá áfallahjálp. Þetta var ljótt slys.“ segir eiginmaður konunar sem varð vitni að slysinu.

„Hún fékk það staðfest að þetta var eftirför lögreglu sem endaði þannig að sá sem var að reyna að komast undan lenti í árekstri sem til kom eftir að hann ók mjög óvarlega. Þá flaug bíllinn upp í loftið“ segir maðurinn „Í þokkabót þá kastaðist maðurinn út úr bílnum á meðan hann var í loftinu. Alveg einhverja tíu metra,“ segir hann

„Það vildi svo heppilega til að það var kona um borð í rútunni sem er sjúkraflutningamaður sem hljóp út og byrjaði að veita manninum aðhlynningu um leið og rútan stansaði. Ef maðurinn lifir af þá verður það eflaust vegna þessi kona vart á staðnum."

Ekki hefur náðst í Umferðadeild lögreglu við vinnslu þessarar fréttar.

Fréttin verður uppfærð.