Á­rekstur bif­hjóls og vöru­bíls varð á Hafnar­fjarðar­vegi skömmu fyrir mið­nætti í gær. Öku­maður bif­hjólsins þurfti á bráða­mót­töku eftir á­reksturinn. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu en ekki er vitað meira um á­stand öku­mannsins.

Maður var fluttur á slysa­deild í gær­kvöld eftir að hafa dottið á rafs­kútu. Einn var hand­tekinn fyrir líkams­á­rás en sam­verka­maður var flúinn af vett­vangi. Þolandi var með minni­háttar á­verka.

Þrír öku­menn voru hand­teknir vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna. Einn til við­bótar var undir mörkum í á­fengis­prófi en gert að hætta akstri vegna aksturs­lags.