Björgunar­sveitir á Vest­fjörðum voru kallaðar að við botn Súganda­fjarðar um klukkan hálf sjö í dag til að bjarga vél­sleða­manni sem varð undir sleða sínum en hann hafði ekið fram af sex metra hárri brún, að því er kemur fram í frétt Vísis.

Tveir menn voru saman á sleðanum þegar sleðinn fór fram af brúnni en annar þeirra slasaðist ekki við fallið.

Nú rúmum tveimur tímum síðar eru björgunar­sveitir enn á vett­vangi en Hall­dór Óli Hjálmars­son, sem er í svæðis­stjórn björgunar­sveitarinnar á Ísa­firði, greinir frá því í sam­tali við Vísi að það hafi tekið björgunar­sveitar­menn langan tíma að komast á vett­vang.

Verið er að vinna í því að koma manninum aftur upp á brúnina sem hann féll af þar sem það er auð­veldara en að fara með hann niður fjallið. Sjúkra­bíll bíður nú skammt frá eftir því að geta ekið manninum á sjúkra­hús á Ísa­firði.