Fisk­afli í októ­ber­mánuði var rúm­lega 119 þúsund tonn, það er 38 prósentum meiri en í októ­ber í fyrra. Mestu munar um 83 prósenta aukningu á síld en síldar­afli nam 66 þúsund tonnum.

Heildar­afli á tólf mánuðum frá nóvember 2020 til októ­ber 2021 var rúm­lega 1.072 þúsund tonn sem er 6 prósenta aukning.

Sam­dráttur var í þorski, kol­munna og ýsu en 40 prósenta aukning í ufsa.

Landaður afli í októ­ber, metinn á föstu verð­lagi, lækkar um 1,8 prósent saman­borið við í fyrra.