Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um um­ferðar­slys í Mos­fells­bæ klukkan hálf tíu í gær­kvöldi en öku­maður hafði þar misst stjórn á bíl sínum á Þing­valla­vegi.

Öku­maðurinn ók í kjöl­farið út af veginum og hafnaði á hvolfi í skurði en öku­maðurinn var fluttur á bráða­deild til að­hlynningar í kjöl­farið. Hann var í kjöl­farið hand­tekinn grunaður um ölvun við akstur og vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Ók á kantstein

Á ellefta tímanum í gær­kvöldi var síðan öku­maður stöðvaður í mið­bænum eftir að hann hafði ekið á kant­stein og tjónað bíl sinn.

Öku­maðurinn var hand­tekinn vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna, vörslu og sölu fíkni­efna og lyfja, og að fara ekki að fyrir­mælum lög­reglu. Hann var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins.

Datt af rafmagnshlaupahjóli

Þá var til­kynnt um slys í Hlíðar­hverfi skömmu fyrir mið­nætti þar sem ung kona hafði dottið af raf­magns­hlaupa­hjóli og meiðst á and­liti.

Konan var flutt með sjúkra­bíl á bráða­deild til að­hlynningar en á­verkar hennar eru sagðir vera á höku og munni.

Eftirlit með skráningu

Meðal annarra verk­efna lög­reglu í gær voru þjófnaður í verslun í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi, akstur án gildra öku­réttinda og akstur undir á­hrifum fíkni­efna.

Lög­regla við­hafði einnig eftir­lit með á­standi bif­reiða í nótt þar sem skráningar­merki voru fjar­lægð af 14 bílum sem höfðu ekki fengið skoðun eða voru ó­tryggðir. Ók út af veginum og hafnaði á hvolfi í skurði