Lög­reglan stöðvaði bif­reið í Háa­leitis- og Bú­staðar­hverfi og hand­tók öku­mann sem var grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum. Sá hinn sami er einnig grunaður um þrjá þjófnaði fyrr um kvöldið og var hann vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Til­kynnt var um þjófnað á áttunda tímanum í gær er aðili gekk inn á hótel og stal jakka frá hótel­gesti sem sat á veitinga­stað hótelsins. Aðilinn var hand­tekinn og vistaður í öðru máli síðar um kvöldið.

Þá var brotist inn í íbúð í Hafnar­firði um kvöld­matar­leytið í gær­kvöldið og verð­mætum stolið. Um­ferðar­ó­happ varð um hálf átta leytið í Kópa­vogi og er tjón­valdur grunaður um ölvun við akstur.