Ökumaður sem var stöðvaður rétt fyrir átta í gærkvöldi í úthverfi höfuðborgarinnar var að aka sviptur ökuréttindum, undir áhrifum áfengis og með ungbarn í bílnum. Barnavernd var gert viðvart um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um fjögur í nótt handtók lögreglan einstakling sem var með lítilræði af fíkniefnum á sér í nágrenni við miðborgina. Málið var afgreitt með skýrslutöku á lögreglustöðinni við Hlemm.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum í gærkvöldi og nótt. Einn þeirra hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Tveir ökumenn í viðbót voru svo stöðvaðir fyrir að aka sviptir ökuréttindum.