Innlent

Ók bíl undir áhrifum fimm tegunda fíkniefna

Tveir próflausir og ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir í austurborginni í nótt.

Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Fréttablaðið/Anton Brink

Lögreglan stöðvaði í nótt ökumann í Breiðholti, vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Fram kemur í skeyti frá lögreglu að fíkniefnapróf hafi sýnt jákvæða svörun við fimm tegundir fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Sjá einnig: Handtekinn af lögreglu og sérsveit fyrir utan Garðheima

Á Reykjanesbraut í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan mann undir áhrifum áfengis. Tveir voru stöðvaðir „í austurborginni“, ýmist undir áhrifum dóps eða áfengis. Báðir voru þeir próflausir.

Ökumaður mótorhjóls var stöðvaður í gærkvöldi fyrir of hraðan akstur. Hann mældist á 141 kíómetra hraða á klukkustund á Miklubraut við Kringlu. Þar má keyra á 60. „Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og sektaður.“

Loks segir frá því að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í Esjunni í gær. Hann var að ganga á hálum stórgrýttum slóða þegar hann hrasaði og féll „marga metra“. Maðurinn hlaut áverka í andliti og á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

HM-hiti í Stór­moskunni: Á­fram Ís­land!

Innlent

Ras­istar nýta sér myndir af Ís­lendingum á HM

Innlent

Íslendingar hafa hagað sér vel á HM

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Jordan Peter­­son stefnir há­­skóla­­fólki fyrir róg­burð

Innlent

Sendir strákunum kveðju á CNN: „Við erum stolt af ykkur“

Innlent

ASÍ fordæmir afskipti forstjóra Hvals

Innlent

Reynt að fá við­ræður um skila­dag í hálft annað ár

Fréttir

Fleiri ný­nemar á fram­halds­skóla­stigi út­skrifast eftir fjögur ár

Innlent

Fimm teknir ölvaðir á bílum í nótt

Auglýsing