Innlent

Ók bíl undir áhrifum fimm tegunda fíkniefna

Tveir próflausir og ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir í austurborginni í nótt.

Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Fréttablaðið/Anton Brink

Lögreglan stöðvaði í nótt ökumann í Breiðholti, vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Fram kemur í skeyti frá lögreglu að fíkniefnapróf hafi sýnt jákvæða svörun við fimm tegundir fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Sjá einnig: Handtekinn af lögreglu og sérsveit fyrir utan Garðheima

Á Reykjanesbraut í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan mann undir áhrifum áfengis. Tveir voru stöðvaðir „í austurborginni“, ýmist undir áhrifum dóps eða áfengis. Báðir voru þeir próflausir.

Ökumaður mótorhjóls var stöðvaður í gærkvöldi fyrir of hraðan akstur. Hann mældist á 141 kíómetra hraða á klukkustund á Miklubraut við Kringlu. Þar má keyra á 60. „Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og sektaður.“

Loks segir frá því að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í Esjunni í gær. Hann var að ganga á hálum stórgrýttum slóða þegar hann hrasaði og féll „marga metra“. Maðurinn hlaut áverka í andliti og á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Segir gælu­­­dýra­eig­endur lang­­­þreytta á ein­angruninni

Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda við Ánanaust

Innlent

Skúturæninginn í far­bann

Auglýsing

Nýjast

Ætla að ríkis­sjóður hafi um 35 milljónir af hreppnum

Vilja að lág­marks­laun verði skatt­frjáls

Venom er hættu­legur floga­veikum

Jeppi Aston Martin á að tvöfalda söluna

Nem­endur HR fagna ekki at­vinnu­missi Kristins

57 milljónum varið í fjölgun heimilis­lækna

Auglýsing