Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók öku­mann í Laugar­dalnum á áttunda tímanum í gær­kvöldi eftir að hann ók bif­reið sinni á fjórar kyrr­stæðar bif­reiðar á bíla­stæði í hverfinu.

Að sögn lög­reglu ók maðurinn á brott en var hand­tekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur og í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum. Hann var færður á lög­reglu­stöð þar sem hann var vistaður í fanga­geymslu.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var svo til­kynnt um um­ferðar­slys í mið­borginni. Bif­reið var ekið á steypu­klump sem notaður er til að þrengja ak­brautina vegna við­gerða á henni. Bif­reiðin valt á hliðina við á­reksturinn, rakst á ljósa­staur og endaði við hús­vegg þar sem rúða brotnaði í íbúð.

Öku­maðurinn var hand­tekinn á vett­vangi vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna. Að lokinni sýna­töku fór maðurinn að kvarta undan verkjum og var hann þá fluttur á slysa­deild.

Lög­reglu var svo til­kynnt um yfir­standandi inn­brot í tóbaks­verslun í mið­borginni klukkan rétt rúm­lega tvö í nótt. Búið var að brjóta glugga og fara inn. Einn maður var hand­tekinn á vett­vangi en lög­reglu­menn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Hann var hand­tekinn og færður á lög­reglu­stöð.

Loks var til­kynnt um þrjá menn vera að brjótast inn í gáma í Hafnar­firði. Þegar lög­regla nálgaðist svæðið náðu tveir menn að hlaupa á brott en sá þriðji var hand­tekinn. Að sögn lög­reglu var hann fluttur til að­hlynningar á slysa­deild að lokinni upp­lýsinga­töku vegna sýkingar í hendi.