Lög­reglan á Suður­nesjum kærði nokkra öku­menn fyrir of hraðan akstur um helgina. Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að sá sem hraðast ók mældist á 122 kíló­metra hraða á Grinda­víkur­vegi þar sem há­marks­hraði er 90 kíló­metrar á klukku­stund.

Þá segir að ein­hverjir öku­menn hafi verið stöðvaðir og teknir úr um­ferð sem eru grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna. Í til­kynningu segir að einn þeirra hafi viður­kennt að vera með vímu­efni á sér og að hann hafi neytt þeirra. Far­þegi í bílnum var einnig hand­tekinn og er grunaður um fíkni­efna­mis­ferli.

Vinnu­slys

Í til­kynningu lög­reglunnar segir að síðasta föstu­dag hafi starfs­maður fyrir­tækis lent í því ó­heppi­lega at­viki að sparka frá sér hníf, sem lenti á plast­kari, og skaust svo til baka á við­komandi þannig að blæddi. Meiðslin reyndist þó ekki veru­legu.