Lög­reglan í Brussel í Belgíu hand­tók karl­mann á dögunum sem hrinti konu í veg fyrir járn­brautar­lest í borginni. At­vikið átti sér stað á hinni fjöl­förnu Rogi­er-lestar­stöð síðast­liðinn föstu­dag.

Konan getur væntan­lega þakkað fyrir að vagn­stjórinn var með at­hyglina í lagi, en eins og með­fylgjandi mynd­band sýnir náði hann að snar­hemla rétt áður en vagninn fór yfir konuna.

Konan slasaðist tölu­vert við fallið enda lenti hún með höfuðið á teinunum. Maðurinn var hand­tekinn á annarri lestar­stöð skammt frá og verður hann á­kærður fyrir til­raun til mann­dráps. Ekki er talið að maðurinn hafi þekkt konuna og er því alls ó­víst hvað honum gekk til.

Veg­far­endur á lestar­stöðinni hlúðu að konunni þar til lög­regla og sjúkra­flutninga­menn komu á vett­vang. Guy Sablon, tals­maður lestar­fyrir­tækisins STIB, segir við Brussel Times að vagn­stjórinn hafi sýnt frá­bær við­brögð en honum hafi eðli­lega verið mjög brugðið.