Fólk er beðið um að forðast fjörur og sjó­böð við norðan­verða strönd Reykja­víkur þar sem ó­hreinsað skólp frá tug­þúsundum heimila mun renna þar í sjó næstu þrjár vikurnar. Sagt er frá þessu í frétta­tíma Rúv.

Á­stæðan er við­gerð á röri sem sér um hreinsun og flutning skólps fjóra kíló­metra út fyrir ströndina. Hreinsi­stöðin í Ána­naust verður lokuð næstu þrjár vikurnar á meðan á við­gerðinni stendur.

Á þessum tíma mun tals­vert meira magn af kólí­gerlum fara út í sjó en við­miðunar­mörk gera ráð fyrir. Ó­víst er hvort mengunin muni dreifa úr sér á aðrar strandir en líf­tími kólí­gerla í sjó er að­eins milli átta og níu klukku­stundir á þessum árs­tíma.

Um stöðina renna venju­lega fimm­tán hundruð lítrar af skólpi á hverri sekúndu og það kemur af stórum hluta höfuð­borgar­svæðisins, um fjöru­tíu þúsund heimilum.

Veitur munu mælta kólí­gerla­magnið reglu­lega og fjörur verða gengnar á meðan hreinsi­stöðin er lokuð.