Ó­hreinsað skólp rennur nú frá hreinsi­stöð Veitna við Ána­naust í Reykja­vík. Sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu er unnið að við­gerð og vonast til að henni ljúki í kvöld.

Skólpið rennur í sjó í gegnum neyðar­lúgur en fer í gegnum síur ætti því sjáan­legt rusl að vera í litlu magni. Fjörur verða þó vaktaðar og hreinsaðar ef á þarf að halda næstu daga sam­kvæmt Veitum.

Hægt er að fylgjast með stöðu á neyðar­lúgum frá­veitu á vef Veitna.