Vinnu­mála­stofnun telur sig ekki hafa heimild til að af­henda né birta lista yfir þau fyrir­tæki sem gert hafa sam­komu­lag við starfs­menn sína um minnkað starfs­hlut­fall. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá stofnuninni.

Til þess að taka allan vafa af um þetta mun Vinnumálastofnun leita á­lits Per­sónu­verndar sem fyrst og óskar eftir flýti­með­ferð.

„Þessi af­staða stofnunarinnar byggir á lögum um per­sónu­vernd því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrir­tækjanna þá er auð­veld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar at­vinnu­leysis­bætur í minnkuðu starfs­hlut­falli. Það er ó­um­deilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upp­lýsingar um það, hvaða ein­staklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða at­vinnu­leysis­bætur, fæðingar­or­lof, greiðslur úr Á­byrgða­sjóði launa os­frv.,“ segir í til­kynningu Vinnu­mála­stofnunnar.

Sömu reglur gilda um greiðslur til ein­stak­linga í minnkuðu starfs­hlut­falli.