Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins segir Birgi Þórarinsson fyrrverandi oddvita Miðflokssins hafa verið búinn að taka ákvörðun um að flytja sig í Sjálfstæðisflokkinn áður en hann var kosinn á þing.

„Venjulega myndi maður bera virðingu fyrir ákvörðun fólks og geri ég það alltaf, en í þessu tilviki getur maður eiginlega ekki lýst því yfir, það augljóst að ákvörðun Birgis um flokkskiptin hafi verið löngu ákveðin úr því sem kemur fram í yfirlýsingu Birgir sem birt var í Morgunblaðinu í dag,“ segir Karl Gauti.

Karl segir það óheilindi gagnvart þeim sem unnu með Birgi framboðinu og því fólki sem studdu flokkinn, það er aðalatriðið.

Þekkt að fólk skipti um þingflokk

Það hefur margoft gerst að menn gangi úr sínum þingflokkum og sé það í kjölfar af einhverjum ágreiningi, menn hafa þá ekki getað unnið saman það sé fullur skilningur fyrir því. það á þó ekki við í þessu tilfelli, segir Karl.

„Birgir er búinn að taka þessa ákvörðun áður en hann ern kosinn á þing. Hann segir að honum hafi ekki liði vel með Miðflokknum síðustu ár og rekur það til atburðar fyrir þremur árum síðan. Hið umrædda Klaustursmál, síðan fer hann samt sem áður í kosningabaráttu með þeim. Af hverju fór hann fram fyrir flokkinn ef hann er búinn að ákveða að fara yfir í annan flokk?“ segir Karl.