Ítar­legasta rann­sókn sem gerð hefur verið á svefngæðum og al­gengi kæfis­vefns meðal ungra barna stendur yfir á Akur­eyri.

Rann­sóknin er gerð meðal fjögurra til átta ára barna. Niður­stöður munu að sögn að­stand­enda rann­sóknarinnar hafa fyrir­byggjandi á­hrif á ýmis heilsu­fars­vanda­mál síðar.

Þegar hafa 126 börn verið skráð í rann­sóknina. Ætlunin er að ná til mun stærri hóps á næstu mánuðum.

Ó­greindur kæfis­vefn getur haft mjög nei­kvæð á­hrif á þroska og hegðun barns, haft hamlandi á­hrif á getu til náms og færni þess í sam­fé­laginu.

Einnig getur ó­með­höndlaður kæfi­svefn aukið líkur á of­fitu, sykur­sýki og hjarta- og æða­sjúk­dómum síðar á lífs­leiðinni, auk þess sem tengsl kæfis­vefns og of­virkni og at­hyglis­brests eru sterk. Mikið vantar upp á rann­sóknir hér á landi um þetta al­var­lega mál að sögn að­stand­enda.

„Við vitum að svefn er mikil­vægur og ef hann er ein­hvern tímann mikil­vægari en ella er það þegar börnin eru ung. Á fyrstu árum barnsins eru svefn­venjur þess í örri þróun og einnig þroski heila- og mið­tauga­kerfis,“ segir Sól­veig Dóra Magnús­dóttir læknir.

„Kæfis­vefn og skert svefngæði hafa á­hrif á svefn barnsins með því að brjóta upp hið eðli­lega svefn­munstur, styttir djúps­vefn og draum­svefn og getur einnig minnkað súr­efnis­mettun í líkamanum,“ bætir Sól­veig við.

Al­gengasta or­sök kæfis­vefns í hópi ungra barna er stórir háls- og nef­kirtlar sem þrengja öndunar­veginn þannig að barnið getur átt erfitt með að anda.

Þegar um mild ein­kenni er að ræða hrýtur barnið. Í al­var­legri til­fellum getur barnið hætt að anda í stutta stund og er þá talað um kæfi­svefn.

„Okkar rann­sókn er ein­stök á heims­vísu að því leyti að við erum með heil­brigt þver­snið eða þýði barna, við mælum öll börn sem vilja koma í mælingu. Engin sam­bæri­leg þver­sniðs­rann­sókn hefur verið gerð í heiminum,“ segir Gróa Björk Jóhannes­dóttir, for­stöðu­læknir barna­lækninga á Sjúkra­ahúsinu á Akur­eyri.

Þær Sól­veig Dóra og Gróa Björk segjast stefna á að birta fyrstu niður­stöður á vor­mánuðum.

Sólveig Dóra segir al­gengustu or­sök kæfis­vefns í hópi ungra barna vera stórir háls- og nef­kirtlar sem þrengja öndunar­veginn þannig að barnið getur átt erfitt með að anda.
Mynd/Aðsend
Gróa Björk segir rannsóknina einstaka á heimsvísu að því leyti að hún sýni heilbrigt þversnið eða þýði barna. Öll börn sem vilji koma í mælingu séu mæld.
Mynd/Aðsend