Stuðnings­fólk rúss­neska stjórnar­and­stæðingsins Aleksei Naval­ny hefur skorað á íbúa Rúss­lands að taka sér stöðu fyrir utan heimili sín í fimm­tán mínútur, halda á upp­lýstum far­símum sínum og raða upp hjarta­laga kertum. Með þessu vill það að fólk sýni honum stuðning sinn en hann var ný­lega dæmdur til fangelsis­vistar.

Banda­­menn Naval­ny hafa lýst því yfir að ekki fari fram frekari mót­­mæli gegn stjórn Vla­dí­mír Pútín Rúss­lands­­for­­seta en undan­farið hafa farið fram afar fjöl­­menn mót­­mæli víðs­vegar um landið sem lög­regla hefur svarað af hörku. Þar hefur stuðnings­­fólk Naval­ny mót­­mælt að­­för stjórn­valda að honum og meintum ein­ræðis­til­burðum for­­setans. Að ó­­breyttu mun Pútín sitja í em­bætti til 2036 eftir að breytingar voru gerðar á stjórnar­­skrá landsins.

„Pútín er ótti. Naval­ny er ást. Þess vegna munum við sigra,“ segir Leonid Vol­kov, náinn banda­maður Naval­ny, sem var hand­tekinn í janúar eftir að hann kom til Rúss­lands frá Þýska­landi. Þar dvaldi hann á sjúkra­húsi og grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir honum og halda banda­menn hans því fram að rúss­neska öryggis­lög­reglan FSB beri á­byrgð á verknaðinum. Rúss­nesk stjórn­völd þver­taka fyrir það.

Vol­kov hvetur fólk til að birta myndir af sér sýna Naval­ny sam­stöðu á sam­fé­lags­miðlum með myllu­merkinu #loveis­stron­gert­hanfear eða að ástin sé sterkari en óttinn. Aðrir stuðnings­menn Naval­ny hafa hvatt konur til að taka höndum saman og mynda keðju í Moskvu til stuðning eigin­konu hans, Yuliu Navalna­ya.

Yulia Navalna­ya.
Mynd/Wikipedia

Rúss­nesk yfir­völd hafa lýst því yfir að allir sem taki þátt í ó­lög­mætum fjölda­sam­komum eigi yfir höfði sér á­kærur og bera fyrir sig að vegna CO­VID-19 far­aldursins sé ekki hægt að veita leyfi fyrir slíkum við­burðum. Pútín sagði fyrr í vikunni að far­aldurinn væri helsta á­stæða ólgunnar í landinu og gerði lítið úr hlut­verki Naval­ny.