Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók tvo menn á öðrum tímanum í nótt, en mennirnir eru meðal annars grunaðir um að hafa ráðist á mann, ógnað honum með egg­vopni og stolið bif­reið hans fyrr um daginn.

Rétt fyrir klukkan 18 í gær var til­kynnt um rán í Kópa­vogi, en þar höfðu um­ræddir menn ráðist á mann, ógnað honum með egg­vopni og tekið bif­reið hans. Um 40 mínútum síðar var til­kynnt um þessa sömu bif­reið á Breið­holts­braut, en þar var henni ekið aftan á aðra bif­reið og síðan af vett­vangi.

Það var svo um klukkan hálf tvö í nótt að til­kynnt var um tvo menn að stela vörum úr verslun í Kópa­vogi. Eru þeir sagðir hafa hótað starfs­manni þegar hann reyndi að hafa af­skipti af þeim. Að sögn lög­reglu komu mennirnir aftur inn í verslunina þar sem þeir töldu sig hafa týnt bíl­lyklum og ógnuðu þeir þá starfs­manni með egg­vopni. Mennirnir voru hand­teknir á vett­vangi skömmu síðar.

Í dag­bók lög­reglu kemur fram að þarna hafi verið um að ræða sömu menn og réðust á manninn fyrr um daginn og stálu bif­reið hans. Mennirnir tveir voru vistaðir í fanga­geymslum lög­reglu vegna rann­sóknar málsins.