Karlmaður á fimmtugsaldri frá Akranesi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdastjórninni með því að hafa ógnað tveimur starfsmönnum Reykjavíkurborgar með hnífi.

Atvikið gerðist á laugardegi, þann 19. janúar árið 2019, í húsnæði á vegum Félagsbústaða við Hringbraut 121. Maðurinn dró fram hníf og ógnaði tveimur vaktmönnum Félagsbústað sem voru þar á vegum Reykjavíkurborgar. Hótaði hann að stinga þá með hnífnum.

Þetta kemur fram í ákæru frá Héraðssaksóknara sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krafist er þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk upptöku á hnífi sem hann notaði til að ógna starfsmönnunum.

Verði maðurinn dæmdur gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. desember næstkomandi.