Lög­reglu barst til­kynning um til­raun til vopnað ráns á áttunda tímanum í Árbæ í gær. Maður kom inn í sölu­turn með egg­vopn í hendi og ógnaði stúlku sem var að störfum í sjoppunni. Að sögn lög­reglu hljóp maðurinn tóm­hentur frá vett­vangi þegar við­skipta­vini bar að garði.

Á sjöunda tímanum í gær­kvöldi bar lög­reglu til­kynning um líkams­á­rás í Hafnar­firði. Ein­stak­lingurinn sem hafði verið ráðist á var fluttur með sjúkra­bíl á bráða­deild til að­hlynningar. Á­verkar voru meðal annars sár á höfði. Á­rásar­maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sókn málsins.

Áttu að vera í ein­angrun

Einnig hafði lög­regla af­skipti af þremur mönnum í Hafnar­firði vegna gruns um brot á sótt­varna­lögum. Áttu þeir að vera í ein­angrun vegna Co­vid-19 smits. Einn maðurinn var hand­tekinn grunaður um hótanir og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þó nokkrir öku­menn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna og höfðu nokkrir þeirra þegar verið sviptir öku­réttindum. Einn öku­mannanna var hand­tekinn vegna um­ferðar­ó­happs en hann er einnig grunaður um að hafa ekið á grind­verk skömmu fyrir ó­happið.