Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá veitingahúsi í miðbænum í gærkvöldi vegna aðila sem ógnaði starfsfólki með hníf.

Aðilinn gerði tilraun til ráns á veitingahúsinu eða var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um óðan mann í Grafarvogi en hann hafði samkvæmt tilkynningu staðið á öskrinu og verið ógnandi.

Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn orðinn rólegur og tjáði hann lögreglu að hann ætlaði heim til sín að sofa úr sér.

Þá barst einnig tilkynning um mann sem var ofurölvi í Grafarvogi og var hann vistaður í fangageymslu vegna ástands.