Kalla þurfti til lög­reglu að úti­búi Domin­os á Skúla­götu á sjöunda tímanum í dag en ó­sáttur við­skipta­vinur hafði þar ógnað starfs­mönnum þar sem hann mátti ekki greiða fyrir pöntun sína með reiðu­fé.

Frá því að CO­VID-far­aldurinn hófst hefur Domin­os ekki tekið við reiðu­fé vegna sótt­varna. Að sögn Ás­mundar Atla­sonar, sem er í markaðs­deild Domin­os á Ís­landi, var málið fljót­leyst þar sem starfs­menn og við­skipta­vinir á staðnum hringdu strax á lög­reglu.

Ein­hverjir við­skipta­vinir sem Frétta­blaðið ræddu við sögðust hafa séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum en Ás­mundur segist ekki vita til þess að starfs­fólki hafi verið ógnað með vopni.

„Sem betur fer þá slasaðist enginn. Starfs­menn og við­skipta­vinir brugðust hár­rétt við og hringdu á lög­regluna, hún kom og það gekk allt eins og í sögu,“ segir Ás­mundur í sam­tali við Frétta­blaðið. „Þau brugðust bara gífur­lega vel við og héldu á­fram að baka pítsu.“

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi verið hand­tekinn þegar lög­regla kom á vett­vang.