Tölu­verður erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gærkvöldi og nótt.

Einn var hand­tekinn fyrir líkams­á­rás þar sem hann hafði ógnað á­rásar­þola með hníf sem hann lagði að hálsi hans.

Í mið­bænum var aðili hand­tekinn fyrir að bera sig fyrir framan fólk og var hand­tekinn fyrir blygðunar­semis brot.

Þá voru fimm aðrir ein­staklingar hand­teknir fyrir meðal annars grun á sölu vímu­efna, nytja­stuld á bif­reiðum, eigna­spjöll, sem og að fylgja ekki fyrir­mælum lög­reglu og beina hníf að lög­reglu­mönnum.

Tvö vinnu­slys komu inn á borð lög­reglu. Annars vegar hafði starfsmaður fallið aftur fyrr sig sem var að vinna í skurði, með þeim af­leiðingum að hann rotaðist og var fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar.

Í hinu til­fellinu hafði starfs­maður verið að pússa glas sem brotnar og við það skaust gler­brot í auga hans. Sá var einnig fluttur á slysa­deild til frekari að­hlynningar.