Ráðist var á ungt par sem sat í bíl sínum í Sól­heimum til móts við Lang­holts­kirkju í gær og þau rænd. Guð­mundur Páll Jóns­son, lög­reglu­full­trúi, stað­festir að lög­reglan leiti nú tveggja manna sem grunaðir eru um á­rásina.

Á­rásinni er lýst inni á í­búa­hópi Lang­holts­hverfis á Face­book. Parið sat í bíl sínum um átta­leytið í gær­kvöldi þegar ráðist var inn í bíl þeirra. Konan náði að flýja af vett­vangi en kærasti hennar var barinn og honum ógnað með hníf upp að hálsinum.

Þá var öllu sem hægt var stolið úr bílnum auk fata og skóm sem maðurinn var klæddur í. Honum var komið til að­stoðar af ná­grönnum sem hleyptu honum inn, lánuðu honum jakka og leyfðu honum að hringja á lög­regluna.

Guð­mundur segir ljóst að um afar grófa árás hafi verið að ræða. Hann vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að það sé á borði lög­reglu, tveir menn séu grunaðir og þeirra er nú leitað.

Frétt uppfærð kl. 11:16:

Í tilkynningu frá lögreglu er óskað upplýsinga frá þeim sem kunna að vita eitthvað um málið.

Þeir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.