Nýtt inn­viða­ráðu­neyti er lík­lega að verða að veru­leika sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins. Hug­myndin hefur verið rædd frá í sumar og hefur hún verið nokkuð ítar­lega rædd meðal formanna stjórnar­flokkanna.

Hið nýja ráðu­neyti hefur, frá því við­ræður hófust, verið hugsað sem sigur­laun Fram­sóknar­flokksins. Mun for­maður flokksins, Sigurður Ingi Jóhanns­son, að ó­breyttu stýra því. Hins vegar fara á­hyggjur vaxandi af því að hug­myndin sé að vinda um of upp á sig og nýja ráðu­neytið stefni í að verða full­stórt fyrir smekk hinna stjórnar­flokkanna.

Sem stendur er rætt um að auk mál­efna sveitar­fé­laganna og sam­göngu­mála fari öll hús­næðis-, skipu­lags- og land­nýtingar­mál í ráðu­neytið auk veiga­mikilla mála­flokka á sviði orku­mála og iðnaðar. Meðal ráðu­neyta sem misst gætu mál til ráðu­neytis yrðu, auk sam­göngu­ráðu­neytisins, fé­lags­mála­ráðu­neytið, um­hverfis­ráðu­neytið, iðnaðar­ráðu­neytið og for­sætis­ráðu­neytið.