Klukkan eitt í nótt hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af ofurölvi manni á bar í miðborginni. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rétt fyrir ellefu fékk lögreglan tilkynningu um þjófnað frá veitingahúsi í Hafnarfirði. Maður hafði farið í starfsmannaaðstöðu og stolið seðlaveski með kortum.

Tilkynnt var um tvo innbrot í gær og í nótt, eitt í fyrirtæki í Hafnarfirði og eitt á heimili í Kópavogi. Ekki er vitað hverju var stolið.

Rétt fyrir hálffimm stöðvaði lögreglan 16 ára gamlan ökumann í miðborginni. Málið var afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar. Tveir jafnaldrar ökumanns voru farþegar í bílnum og haft var samband við foreldra þeirra.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum í nótt. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökuréttindum og annar hafði ekki kveikt á ökuljósum.

Ökumaður sem hafði verið sviptur ökuréttindum var stöðvaður í Háaleitishverfi um eitt í nótt.

Rétt fyrir átta í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Bústaðahverfi eftir að ökumaður ók yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.