Haf­steinn Þór Hauks­son, dósent við laga­deild Há­skóla Ís­lands, sagði á fundi undir­búnings­kjör­bréfa­nefndar í morgun að það leiði ekki sjálf­krafa til ó­gildingar kosninga að inn­sigla ekki kjör­gögn.

Haf­steinn Þór sagði á fundinum að það væri ekkert því til fyrir­stöðu að Al­þingi sjálft rann­saki kjör­gögn úr Norð­vestur­kjör­dæmi en alls hafa nú átta manns kært fram­kvæmd talningar í kjör­dæminu og með­ferð kjör­gagna.

„Ég held að það eitt að inn­siglun hafi ekki verið full­nægjandi leiði ekki sjálf­krafa til þess að það þyrfti að ó­gilda kosningarnar,“ sagði Haf­steinn Þór á fundinum.

Haf­steinn Þór fór yfir það á fundinum hvaða greina kosninga­laga væri litið til við með­ferð þessa máls og nefndi þar sér­stak­lega 120. grein laganna.

Fundinum var streymt á vef Al­þingis og var til­efni fundarins undir­búningur fyrir rann­sókn kjör­bréfa.

Hægt er að horfa á upp­töku af fundinum hér.

Frá fundi nefndarinnar í morgun.
Fréttablaðið/Anton Brink